Um sjóðinn:

  Sjúkrasjóður Íslenska flugmannafélagsins var stofnaður árið 2016. Aðalmarkmið sjóðsins er aðvirka sem öryggisnet fyrir félagsmenn sem eru frá störfum vegna veikinda eða slysa. Einnig veitir sjóðurinn styrki vegna endurhæfinga og viðhalds heilbrigðisvottorðs.

  Að auki hefur stjórn sjóðsins heimildir til að standa fyrir sérstökum heilsufarstengdum átaksverkefnum til skemmri eða lengri tíma og auglýst eru sérstaklega.

  Sjóðurinn starfar eftir Samþykktum sem ákvarðaðar voru á aðalfundi vorið 2017. Samþykktirnar mynda ramma utan um réttindi og skyldur bæði félagsmanna ogsjóðsins. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald þeirra, sérstaklega í þeim tilvikum sem félagsmaður telur sig eiga rétt á fjárhagslegri aðstoð.

  Upplýsingagjöf:

  Öll upplýsingagjöf og samskipti fara fram í gegnum tölvupóstfang sjóðsins sjukrasjodur@iff.is. Sjóðsstjórn mun svara eins fljótt og auðið er.

  Umsóknarferli:

  Allar umsóknir skulu vera skriflegar á sérstöku eyðublaði sjóðsins. Henni skulu fylgja þau gögn sem við eiga. Ferlið er eftirfarandi:

  1. Umsókn berst til sjóðsstjórnar.
  2. Teljist umsókn fullnægjandi, er hún tekin fyrir á stjórnarfundi til samþykktar eða synjunar.
  3. Teljist umsókn ófullnægjandi, skal umsækjanda gefin kostur á að endurbæta umsókn sína og/eða skila viðbótargögnum eftir því sem við á að mati stjórnar.
   1. Teljist umsókn ófullnægjandiþrátt fyrir ítrekanir og leiðbeiningar stjórnar, skal henni hafnað.
   2. Teljist umsókn fullnægjandi er hún tekin fyrir á stjórnarfundi til samþykktar eða synjunar

   Mjög mikilvægt er að umsækjendur vandi umsóknir sínar vel og skili inn öllum þeim gögnum sem kunna að eiga í hverju tilviki. Umsóknum skal skilað á skrifstofu ÍFF í lokuðu umslagi merkt Sjúkrasjóði Íslenska flugmannafélagsins. Að auki skal umsækjandi senda orðsendingu um að umsókn hafi verið skilað á sjukrasjodur@iff.is

   Aðsetur:

   Starfsstöð sjóðsins er á skrifstofu Íslenska flugmannafélagsins, að Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík 

    Reglubundin heilbrigðisþjónusta