Reglubundin heilbrigðisþjónusta

  Markmið Sjúkrasjóðsins er að stuðla að almennu heilbrigði félagsmanna. Sjóðurinn hefur gert samkomulag við valda fagaðila í heilsugæslu. Félagsmenn geta leitað beint til viðkomandi og eru hvattir til að nýta sér þjónustuna.

  Í flestum tilvikum er nóg að gera grein fyrir sér sem félagsmaður ÍFF fyrir gjaldfrjálsa þjónustu, en í einhverjum tilvikum verða félagsmenn að greiða beint, en senda þá greiðslukvittun á sjukrasjodur@iff.is fyrir endurgreiðslu.

  Blóðsýni

  Markmið blóðsýnisrannsókna er að kanna heilsufarstengda þætti er koma fram í blóði. Lagt er til að félagar fari í blóðrannsókn á 2-3 ára fresti. Eftirfarandi þættir eru kannaðir:

  • Blóðhagur
  • Blóðfitur
  • Blóðsykur
  • Litapróf
  • Nýrnapróf
  • PSA blöðruhálskrabbamein (karlar eldri en 50 ára)

  Rannsóknin fer fram í rannsóknarstofu Læknasetursins við Þönglabakka 1. Opnunartími er mánudag til föstudag kl.0830-1700. Bókanir og upplýsingar eru í síma: 535 7700. Félagsmenn gefa sig fram í afgreiðslu og kynna sig sem félagsmenn ÍFF.

  Umsjónamaður rannsókna er Sigurður Árnason læknir. Niðurstöður eru sendar í pósti til viðkomandi, ásamt ráðleggingum ef við á.

  Mikilvægt er að koma til rannsóknar á fastandi maga (6 klst amk)

  Ristilspeglun

  Markmið ristilspeglunar er að skima fyrir krabbameini í ristli. Lagt er til að allir félagsmen yfir fimmtugt undirgangist slíka rannsókn.

  >Rannsóknin fer fram í Læknasetrinu Þönglabakka 1. Tímapantanir eru í gegnum tölvupóst: jonorvar@simnet.is

  Komi til frekari rannsókna (vefjagreiningar), greiða félagsmenn fyrir þá þjónustu beint og sækja endurgreiðslu úr sjúkrasjóði með því að senda greiðslukvittun á sjukrasjodur@iff.is

  Umsjónamaður rannsókna er Jón Örvar Kristinsson, meltingarlæknir.

  Heyrnarvernd

  Markmið heyrnarverndar er að koma í veg fyrir ótímabær áhrif heyrnarskerðingar. Mikilvægt er að flugmenn hugi snemma að því að vernda heyrn sína, þar sem heyrnarskaði er ólæknalegur og verður ekki lagaður nema með stoðtækjum.

  Sjóðurinn greiðir hljóðsíur frá Phonak.

  Mælingar og mót fyrir hljósíur fara fram hjá Scandinavian hearing, Sigtúni 42. Tímapantanir fara fram í síma 561 8500

  Umsjónamaður er Dr. Einar Jón Einarsson

  Geðvernd og sálgæsla

  Markmið sjóðsins eru að félagsmenn geti leitað sér aðstoðar vegna persónulegra vandamála er kunna að hafa áhrif á andlega líðan þeirra, hvort sem er í starfi eða einkalífi.

  Áhersla er lögð á að félagsmenn hiki ekki við að leita sér aðstoðar, telji þeir einhverja þörf þar á. Sjóðurinn er með á sínum snærum fagaðila (geðhjúkrunarfræðing), sem hægt er að nálgast með skömmum fyrirvara. Þjónustan er bundin algerum trúnaði.

  Til að nálgast þjónustu og tímapantanir er félagsmönnum bent á að setja sig í samband við Formann sjúkrasjóðs í síma 8977564, sem mun leiðbeina við næstu skref og hafa milligöngu um tímapantanir. Öll viðkomandi samskipti eru bundin algerum trúnaði.

  Blettaskoðun

  Markmið blettaskoðunar er að skima fyrir húðkrabbameini og sortuæxlum. Vísbendingar eru um að tíðni slíkra sjúkdóma eru yfir meðallagi í stétt flugmanna. Lagt er til að félagsmenn fari árlega í blettaskoðun.

  Skimunin fer fram í Húðlæknastöðinni Smáratorgi 1-3. Timapantanir eru í síma: 5204444, eða í tölvupósti gegnum: timabokun.is

  Fyrirkomulag tímabókana er með tvennum hætti:
  1. Bókaðir tímar sem auglýstir eru sérstaklega af skrifstofu ÍFF. Þessir tímar eru sérstaklega fráteknir fyrir flugmenn og eru félagsmenn hvattir til að nýta sér þessar tímasetningar. Reikningur fer beint til Sjúkrasjóðs.
  2. Sjái félagsmenn sér ekki fært að nýta auglýsta tíma, geta þeir bókað tíma eftir eigin þörf. Í þeim tilvikum þurfa félagsmenn sjálfir að greiða fyrir þjónustuna og senda afrit af reikning á sjukrasjodur@iff.is, til endurgreiðslu.

  Hjartarannsókn

  Markmið hjartarannsóknar er að kanna heilsufarstengda þætti hjartans. Framkvæmt m.a. þol- og blóðþrýstingspróf. 
  Allir félagsmenn yfir fertugu eru hvattir til að fara í hjartarannsókn. 

  Rannsóknin fer fram hjá Hjartavernd, Holtasmára 1. Bókanir eru í síma 535-1800.
  Félagsmenn gefa sig fram í afgreiðslu og kynna sig sem félagsmenn ÍFF. 

  Rannsóknin fer fram í tveimur lotum:

  1. Almennt áhættumat og grunnskoðun.
  2. Viðtal við lækni þar sem farið er yfir niðurstöður og gefnar ráðleggingar og leiðbeiningar á þeim byggðum.