Tilgangur og markmið Öryggisnefndar ÍFF

  • Öryggisnefnd ÍFF starfar sjálfstætt fyrir hönd íslenska flugmannafélagsins og tekur fyrst og fremst á málefnum er varða öryggi flugmanna við störf þeirra. Nefndin starfar eingöngu á faglegum grunni.
  • Nefndin starfar náið með stjórn ÍFF og leitast við að virkja félgsmenn ÍFF til að gefa sitt álit á og gera athugasemdir við þau málefni er varða, en ekki takmörkuð við, flugvernd, flugumferðarstjórn, tæki og búnað loftfara og flugvalla, þjónustuaðila og heilsu flugmanna.
  • Nefndarmenn reyna eftir bestu getu að afla sér upplýsinga og gagna er varða flugöryggi og koma þeim á framfæri við félagsmenn.
  • Nefndin skal hittast mánaðarlega, ef hægt er, og vinna úr þeim málum er hafa komið upp.
  • Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu er varða þau málefni sem koma inn á borð nefndarinnar og helst sú þagnarskylda eftir að nefndarmaður lætur af störfum.
  • Nefndin tekur við öllum ábendingum og fyrirspurnum í gegnum oryggisnefnd@iff.is